25.11.1943
Sameinað þing: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í B-deild Alþingistíðinda. (112)

27. mál, fjárlög 1944

Forseti (GSv):

Þá verður fram haldið útvarpsumr. frá Alþingi, sem gert er ráð fyrir í 53. gr. þingskapa (eldhúsumr.). Verður þeim hagað þannig, að fyrir hvern aðila (þ. e. flokk eða ríkisstjórn) er tíminn alls 45 mín., en verður nú þrískipt, eða þrjár umferðir. Röð flokkanna verður söm og í gær: Fyrst Framsóknarfl., svo Alþýðufl., svo Sameiningarfl. alþýðu — sósfl., þá Sjálfstæðisfl. og loks ríkisstjórnin.

Tímanum verður skipt á þann veg, að í 1. umferð koma 20 mín. á hvern aðila, í 2. umferð 15 mín. og í 3. umferð 10 mín., og kemur niður hjá hverjum aðila í síðari umferðartíma, ef skeikar til eða frá á fyrra stigi (tími notaður fram yfir eða geymt) :

Hefst nú fyrsta umferðin. Tekur fyrstur til máls hv. þm. V.-Sk., Sveinbjörn Högnason, og talar f.h. Framsóknarflokksins.