01.11.1943
Neðri deild: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í B-deild Alþingistíðinda. (1131)

99. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson) :

Eins og segir í nál., hefur n. haft þetta mál til meðferðar og sent það til umsagnar formanns veiðimálanefndar. Eins og formaðurinn segir í bréfi sínu, dags. 21. okt., og samkvæmt viðtali við hann, kom það fram hjá honum, að hann taldi að vísu rétt að gefa leyfi til ádráttar fyrir beitusíld á vissum tíma árs og taldi það skaðlaust á veturna, en taldi varhugavert að gefa fyrir þessu fulla lagaheimild eins og ætlazt er til í frv. N. féllst á að taka þetta til greina, en þótti rétt að heimila ádrátt fyrir beitusíld á þeim tímum árs, sem veiðimálan. taldi hættulaust fyrir lax- og silungastofninn í ánum, vegna þess að hún lítur svo á, að friðun á ánum norðanlands sé mikið og merkilegt mál samkvæmt reynslunni um Fnjóská, sem hefur orðið einhver mesta bleikjuveiðiá í heimi, og vildi n. ekki heimila neitt, sem gæti skaðað þessa veiði, en vildi heimila ádrátt á þeim tíma, sem hún teldi það hættulaust og væri að dómi veiðimálanefndar ekki til skaða.

Þá hefur n. orðið sammála um, að breyt. skuli sett aftan við 2. gr. 1., af því að henni fannst fara betur á því, að breyt. kæmi þarna, en það er aðeins formsatriði. Svo hef ég ekki meira um þetta mál að segja.