17.11.1943
Efri deild: 50. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (1269)

145. mál, heilsuhæli fyrir drykkjumenn

Þorsteinn Þorsteinsson:

Það er venja um fyrirtæki, sem kostuð eru af ríkinu, þótt eigi sé að öllu leyti eins og þetta, að einhver hluti yfirstjórnar þeirra sé stjórnskipaður, en hér er stórstúkunni ætlað að velja stjórnarn. alla. Mér þætti eðlilegra, að þessu væri breytt og ráðherra skipaði a. m. k. einn mann í n. Annað atriði vildi ég spyrja um. Í frv. var gert ráð fyrir, að ráðh. skipaði hælislækni, en nú er það samkv. þskj. 414 nefnd skipuð af stórstúkunni, sem ráða skal lækni. Er það þá meiningin að stofna sérstakt læknisembætti eða að héraðslæknir skuli ráðinn til að sinna hælinu? Mér virðist hér vera um svo stórt kostnaðaratriði að ræða m. a., að ekki veitti af að kveða skýrt á um það á annan hvorn veginn í frv.