18.11.1943
Efri deild: 51. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (1283)

145. mál, heilsuhæli fyrir drykkjumenn

Bernharð Stefánsson:

Ég lýsti yfir því í gær, að ég gæti ekki greitt þessu frv. atkv. út af hinu hneykslanlega ákvæði í 2. gr. En ég vil nú lýsa yfir því, að verði brtt. hv. þm. Dal. samþ., mun ég greiða atkv. með málinu. Brtt. er að vísu aðeins lítil bót á frv., því að það á ekki við, eins og ég sagði í gær, að einstökum félögum sé falinn rekstur stofnana, sem ríkið kostar að öllu leyti, en verði brtt. hv. þm. Dal. samþ., mun ég þó greiða frv. atkv., því að brtt. dregur þó nokkuð úr þessu hneykslanlega ákvæði og gerir það skaðminna.