18.11.1943
Efri deild: 51. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (1284)

145. mál, heilsuhæli fyrir drykkjumenn

Frsm. (Brynjólfur Bjarnason):

Út af orðum hv. þm. Dal. um gagnkvæman skilning frá upphafi, þá fer það eftir því, að hve miklu leyti sjónarmið manna fara saman. Væri stj. skipuð mönnum með gagnstæð sjónarmið, þá væri það til að torvelda reksturinn. En út af því, sem hv. þm. Eyf. sagði, að hann gæti ekki greitt frv. atkv., nema brtt. hv. þm. Dal. yrði samþ., vil ég segja það, að ég held, að það skipti litlu máli og frv. muni borgið, hvort sem hann er með því eða móti.