29.11.1943
Efri deild: 57. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1317)

57. mál, jarðhiti

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Ég ætla ekki að vera margorður, þar eð hv. 9. landsk. féllst á, að ef farið væri að með sanngirni, þá ætti ríkissjóður að styðja gerðar framkvæmdir í þessum málum. Ég er ekki hræddur við fordæmið m. a. af því, að þeim framkvæmdum, sem hér um ræðir, er ekki lokið. Hér verður höfð hin sama meginregla og gildir um þær jarðboranir, sem veitt er til, ef ekki er búið að taka þær út. Um hina till. er þm. mér samþykkur, svo að hún mun ekki verða frv. til falls, og vænti ég því, að deildarmenn fallist á báðar till.