29.11.1943
Efri deild: 57. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1318)

57. mál, jarðhiti

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Það virðist lítið, sem okkur hv. 6. þm. Reykv. ber á milli. Hann telur, að um þetta gildi nokkuð sérstakt, þar eð rannsóknir standi yfir enn þá, en er ekki lokið. En ég ætla. að svipað standi á um flest mannvirki, sem til greina gæti komið. T. d. er lendingar- og hafnargerðum aldrei lokið. Svo er það um höfnina hér í Reykjavík, að henni er ekki lokið enn þá, og mun þannig vera um flestar hafnir á landinu. Eru því röksemdir hv. frsm. í þessu ekki góðar. En ég tel illa farið, ef þessi till. stofnar frv. í hættu.