10.12.1943
Efri deild: 63. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 781 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

167. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Frv. þetta stendur að nokkru leyti í sambandi við mál, sem afgr. var hér í fyrradag, frv. um olíugeyma o. fl. — Í því eru ákvæði um, að fiskveiðasjóður láni allt að ½ byggingarkostnaðar, en í l. fiskveiðasjóðs eru takmörkuð slík lán og miðað við 2/5 byggingarkostnaðar.

Frv. þetta er borið fram með samþykki stjórnar fiskveiðasjóðs. Stjórnin hefur ekkert við það að athuga, þó að hámarkslánsupphæðin hækki.

Þetta frv. mun fylgja til n. frv. um olíugeyma o. fl., en ég lít þannig á, að það sé ekki bara vegna þessara fyrirtækja, sem rétt er að breyta þessu, heldur einnig vegna annarra framkvæmda, sem þegar eru á vegum fiskveiðasjóðs.

Í Nd. gekk þetta í gegn án andmæla, og væntir sjútvn., að það nái fram að ganga án andmæla hér. Ég legg til, að þetta frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.