17.11.1943
Neðri deild: 48. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 798 í B-deild Alþingistíðinda. (1524)

149. mál, hlutatryggingarfélög

Skúli Guðmundsson:

Ég vil vekja athygli á því í sambandi við þetta frv., að í 1. frá 1940, um hlutarútgerðarfélög, er ein gr. um tryggingasjóði, sem þessi félög eiga að stofna, og eiga þeir sjóðir að hafa sama hlutverk og hlutatryggingasjóðunum er ætlað í þessu frv., sem hér liggur fyrir. Það er ákveðið í þeim l., að leggja skuli í þessa hlutatryggingasjóði ákveðið gjald, sem miðast við afla, og móti gjaldi frá bæjareða sveitafélögum. Nú liggur í hlutarins eðli, ef stofnuð eru hlutatryggingafélög, eins og þetta frv. gerir ráð fyrir, á stað, þar sem hlutarútgerðarfélag er starfandi, að óþarfi er að hafa slíka sérstaka sjóði, þar sem félagsmenn í því félagi mundu vera í hlutatryggingafélaginu. Ég hef því ásamt hv. 7. þm. Reykv. (SK) gert brtt., sem við leyfum okkur að leggja fram skrifl., því að þetta er síðasta umr. málsins í þessari d., og viljum við óska þess, að hæstv. forseti leiti afbrigða fyrir þessari till. Hún hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Við 5. gr. bætist við ný málsgr., svo hljóðandi: Nú er hlutatryggingafélag og hlutarútgerðarfélag starfandi í sömu verstöð, og falla þá niður gjöld í tryggingasjóð hlutarútgerðarfélagsins samkv. 7. gr. l. nr. 45 12. febrúar 1940.“ — Ég skal geta þess, að sams konar ákvæði mun hafa verið sett í frv. um jöfnunarsjóði aflahluta, þegar það var áður afgreitt hér í Nd. Þó að þessi brtt. verði samþ., mun hún ekki raska efni frv., eins og allir sjá, og dregur ekkert úr tryggingunum, en hún er aðeins nauðsynleg, til þess að þeir, sem hlut eiga að máli, þurfi ekki samtímis að greiða í tvo hlutatryggingarsjóði. — Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta. en leyfi mér að afhenda hæstv. forseta þessa till. okkar.