10.12.1943
Efri deild: 63. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (1536)

149. mál, hlutatryggingarfélög

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Herra forseti. Ég mæltist til þess, þegar þetta mál var á dagskrá síðast, að það yrði þá tekið af dagskrá, vegna þess að við athugun milli 2. og 3. umr. komst sjútvn. að þeirri niðurstöðu, að breyta þyrfti að nokkru 5. gr. frv., og er brtt. á þskj. 589 borin fram í því skyni. Með henni er ekki raskað neitt efni frv., en sjútvn. leit svo á, að ákvæði þessarar gr. væri það óskýr, að þau gætu auðveldlega valdið misskilningi, og telur n., að með brtt. á þskj. 589 hafi náðst nauðsynleg lagfæring.

Ég vil geta þess, að áður en brtt. var borin fram, var hún borin undir þrjá af sjútvnm. Nd., sem einnig eiga sæti í mþn., sem samdi frv. upphaflega, og þeir eru brtt. samþykkir, og einn taldi hana alveg nauðsynlega, og skal ég geta þess, að hann á nokkurn þátt í henni eins og hún nú er. Það er alveg ljóst, að þessi brtt. stofnar frv. ekki í neina hættu, og tel ég því rétt að samþ. hana, því að ég held, að hún valdi ekki ósamkomulagi.

Ég læt svo útrætt um þessa brtt., hún er svo skýr, að ég held, að öllum ætti að vera það ljóst, að orðalagið er ótvíræðara í brtt. en í gr. eins og hún er nú.