10.12.1943
Efri deild: 63. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 856 í B-deild Alþingistíðinda. (1673)

152. mál, alþýðutryggingar

Brynjólfur Bjarnason:

Hv. 6. þm. Reykv. minntist á, að vel hefði getað komið til mála, að félmrh. hefði skipað hv. 3. þm. Reykv. í staðinn fyrir mig, og virtist hann telja n. þá betur skipaða. Hann kvartar um, að ekki hafi verið tekið tillit til pólitískra flokka. Hann stingur upp á því sem hugsanlegri leið að skipa úr Sjálfstfl. tvo mikils virta menn, sinn á hvorn hátt, en haga að öðru leyti þannig til, að sennilega hefði Sósfl. þar engan fulltrúa. En hann þar í að átta sig á, að það er ekki gott að hafa þessi tvö sjónarmið í kollinum í einu. Annars get ég upplýst, hvers vegna fyrrv. félmrh. skipaði mig í n. Það var vegna þess, að ég hafði borið fram frv. um mjög róttækar breyt. á þessum l., þar sem farið var fram á gerbreyting á öllu tryggingakerfinu, og því frv. var ásamt öðru vísað til n., — sem átti einmitt að hafa það fyrir eitt aðalverkefni að endurskoða ellitryggingarnar. Vegna þessa fyrst og fremst og vegna þess, að ég er í stjórn S. R., og með einhverri hliðsjón til pólitískra flokka var ég skipaður í n. Þegar ráðh. ákvað að skipa Brynjólf Stefánsson í n. heldur en einhvern annan sérfræðing, t. d. Guðmund Kr. Guðmundsson, gat það ráðið nokkru, að Brynjólfur telst til Sjálfstfl., en hitt var aðalatriðið, hverja þekking og reynslu hann hefur þarna til brunns að bera. Þegar á allt er litið, eru þetta aðeins leiðindakeipar hjá hv. 6. þm. Reykv. En þótt svo sé, þætti mér mjög vænt um, að ráðherra tæki nokkurt tillit til þeirra keipa, ef það gæti greitt fyrir málinu.

Viðvíkjandi ummælum hv. 3. landsk. um brtt. á þskj. 593 vil ég taka fram, að ég er á annarri skoðun. Hann telur óviðeigandi að hafa í l. önnur ákvæði um rekstur stofnana, sem sjúkrasamlagi er heimilað að reka, en þau, er snerta hið innra skipulag sjúkrasamlaganna. Út frá því sjónarmiði er alveg óþarft að setja þetta ákvæði. Og þetta ákvæði væri ákaflega lítils virði í 35. gr., ef ekki ætti að fela annað í því en hv. 3. landsk. gerir ráð fyrir. Það þarf engin sérstök lagaákvæði til þess, að samlögin geti rekið lyfjabúð. Hitt, sem á hefur staðið, er, að það hefur ekki náðst samkomulag um, að þau fengju leyfi til þess. Ákvæði þetta í 35. gr. hefur þess vegna því aðeins gildi, að í því felist ótvírætt, að samlög skuli fá leyfi, jafnskjótt og fullnægt er heilbrigðislegum skilyrðum. Hv. 3. landsk. minntist á það, að verið er að undirbúa löggjöf um rekstur lyfjabúða, og þess var ekki vanþörf. Engin löggjöf er til um það efni, farið eftir konungstilskipun frá l 7. öld, og virðist varla goðgá að hrófla við því. En sú löggjöf kemur ekki þessu máli við. Þau lög hljóta að fjalla um skilyrðin, sem hver lyfjabúð þarf að uppfylla, umfangsmikið mál fyrir sig, en snerta ekki það, hvort samlögin eigi að reka lyfjabúðir. — Ég tek undir það með hv. 3. landsk., að mikið ríður á að ljúka afgreiðslu frv. á þessu þingi. Báðir aðalkaflarnir, breyt. á slysatryggingum og sjúkratryggingum, eru svo aðkallandi, að ófært er að bíða. Frestun á afgreiðslu þýddi, að um sum atriði yrði að setja brbl., t. d. um iðgjöld hátekjumanna. Alltaf er ég að fá fyrirspurnir m. a. frá þeim, sem eiga sæti með mér í stjórn S. R., og allir hafa þeir menn nokkrar áhyggjur, ef það skyldi dragast að afgr. frv., ef það skyldi ekki vera öruggt, að þessar lagfæringar fáist nú um áramót. Allir aðilar gætu lagzt á eitt um, að málið fái afgreiðslu á þessu þingi.