11.12.1943
Efri deild: 64. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (1676)

152. mál, alþýðutryggingar

Bjarni Benediktsson:

Mál þetta er flutt af heilbr.- og félmn. þessarar d. Ég hafði skilið formann þeirrar n. svo, að samkomulag væri um, að þetta frv. kæmi ekki til umr. fyrr en á mánudag. Ég hafði ætlað mér að bera fram brtt. við frv., sem aðrir hv. þm. lýstu sig ekki reiðubúna að taka afstöðu til í gær. (BrB: Ég er reiðubúinn að taka afstöðu til hennar.) Það gleður mig, að hann hefur fengið vitrun á svo skömmum tíma. Ég sé ekki ástæðu til að vera á móti afbrigðum, en mér finnst það einkennileg vinnubrögð og eigi leið til varanlegs samkomulags í n., að þannig sé komið aftan að manni á slakan hátt, sem hv. form. n. hefur gert í þessu máli. Mér er skýrt svo frá, að brtt. mín hafi möguleika til að ná samþykki nú þegar og afbrigði muni fást fyrir henni, en ég skil ekki þessi vinnubrögð eða hvað hér er á ferðinni, allra sízt þar sem samkomulag varð um það í n.afgr. málið ekki að svo komnu máli, ef svo á fyrirvaralaust að knýja það í gegn.