11.12.1943
Efri deild: 64. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (1678)

152. mál, alþýðutryggingar

Bjarni Benediktsson:

Hv. form. spurði mig, hvort ég væri á móti því, að málið yrði tekið fyrir með afbrigðum á fundi í nótt. Ég sagði þá, að ég teldi óeðlilegt, að málið fengi annað en þinglega meðferð, og þá sagði hann, að það yrði tekið fyrir á mánudag, og skildi ég það svo, að samkomulag væri um það okkar í milli. Hann segist telja sjálfsagt, að brtt. mín fái að komast að. Það gleður mig, og það er góðra gjalda vert, en ég sé ekki, hvað hér er á ferðinni, þar sem menn voru orðnir sammála um, að málið setti að fá þinglega meðferð, og svo er rokið í að næturlagi að boða fund á ný og þetta mál tekið á dagskrá, eftir að búið er að komast að samkomulagi um, að það skuli bíða eftir að vera tekið fyrir á skaplegan hátt og engum bolabrögðum sé beitt.