11.12.1943
Efri deild: 64. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 859 í B-deild Alþingistíðinda. (1684)

152. mál, alþýðutryggingar

Bjarni Benediktsson:

Hv. 3. landsk. telur höfuðgalla á þessari till., að með henni sé erfiðara að ná samkomulagi um sérfróða menn en með tilnefningu. Þetta er misskilningur, því að það er alveg eins hægt að kjósa sérfræðinga með hlutfallskosningu, ef mönnum lízt svo og samkomulag næst. Yfirleitt er hægt að reikna út fyrir fram, hve marga menn hver flokkur á að fá, og geta þeir, ef þeim lízt, hagað kosningunni eftir því, svo að það kemur í einum stað niður. Það er eðlilegast, að atkvæðamagn ráði, hvernig tryggingaráð er skipað, það liggur svo í augum uppi, að um það þarf ekki að fjölyrða.

Mér skilst, að í gr. sé ekki gert ráð fyrir, til hve langs tíma þessir menn skuli kosnir. Þykir mér eðlilegt, að þeir séu kosnir til fjögurra ára, og mun ég gera brtt. um það við mína skrifl. brtt.