16.12.1943
Neðri deild: 66. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í B-deild Alþingistíðinda. (1698)

152. mál, alþýðutryggingar

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Það er að vísu komið að þinglausnum, en ég býst ekki við, að útilokað sé, að tveir fundir verði enn haldnir, og því leyfi ég mér að bera fram brtt. við 34. gr. frv.

Nú er svo komið, að starfandi eru í landinu nokkur elliheimili, en þau falla ekki undir 3. tölulið. — Það er ekki tilætlunin að fara að greiða fyrir þá sjúklinga, sem haldnir eru ellisjúkdómum. Mun ég ekki fjölyrða um þetta. Ég ætla, að ekki þurfi að verða ágreiningur um brtt. mína, af ótta við, að málið komist ekki í gegn tímans vegna, og vænti ég þess, að deildin sjái sér fært að samþ. hana.