28.09.1943
Sameinað þing: 15. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 870 í B-deild Alþingistíðinda. (1710)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Í sambandi við þá fyrirspurn, sem fram hefur verið borin út af afstöðu annarra flokka til heimildar ríkisstj. til að greiða úr ríkissjóði, lýsi ég því yfir fyrir hönd Sósfl., að flokkurinn hefur svarað þeim bréfum, sem um þetta hafa borizt, á þann veg, að hann liti svo á, að stj. hefði ótvírætt enga heimild til þess, og til þess að fá úr því skorið, hefur 5. þm. Reykv. (BrB) lagt fram í Ed. frv. til breyt. á dýrtíðarl., þar sem beinlínis er tekið fram, að stj. hafi ekki slíka heimild án þess að leita til þingsins. Afstaða Sósfl. er ótvíræð, og við teljum, að í sambandi við lagafrv. þetta fáist úr því skorið, hver er afstaða þingsins.