18.10.1943
Neðri deild: 33. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 876 í B-deild Alþingistíðinda. (1729)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Herra forseti. Hér er spurt um, hvort ég sem atvmrh. sjái mér ekki fært að láta þinginu í té, að mér skilst, sundurliðaða skrá um það, hvað hver búandi maður í landinu fái mikinn hluta af þeim uppbótum, sem hafa verið og verða greiddar samkvæmt ályktun þingsins frá síðasta ári. Ég ætla, að slíkt verk sé svo mikið og kostnaðarsamt, að vart verði í það farið, nema látinn verði í ljós vilji Alþingis um það. Ætla ég, að ég hafi með þessu svarað því, sem spurt var um.