18.10.1943
Neðri deild: 33. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 877 í B-deild Alþingistíðinda. (1733)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Áki Jakobsson:

Það virðist upphaflega hafa verið meining hæstv. stj. að borga út þessa 15½ millj. kr. án þess að fyrir lægju kvittanir frá þeim, sem raunverulega ættu að fá þetta fé. En það skiptir vitanlega miklu máli fyrir þingið og þjóðina, að fullkomin vitneskja fáist um þá, sem taka við þessu fé, svo að hægt sé að fylgjast með, að rétt sé með allt farið. Ég tel því óhjákvæmilega nauðsyn, að stj. heimti persónulega kvittun af hverjum framleiðanda, sem fær eitthvað af þessum upphæðum. Ég fyrir mitt leyti tel nauðsynlegt, að þingið geri sérstaka samþykkt, ef það er nauðsynlegt til að fá þessar kvittanir. Eins og hv. síðasti ræðumaður benti á, eru teknar kvittanir fyrir öllum greiðslum úr ríkissjóði, og nær engri átt, þegar önnur eins upphæð og þessi er greidd út, að ekki sé til full skilríki fyrir, hvernig með það fé er farið.