08.12.1943
Sameinað þing: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í B-deild Alþingistíðinda. (176)

27. mál, fjárlög 1944

Sigurður Kristjánsson:

Ég ætla að segja fáein orð út af ummælum hæstv. fjmrh. um kostnaðinn við eftirlitið með verðlagi. Hann sagði, að í blaðaummælum hefði verið hermt eftir mér um kostnað við viðskiptaráð, en það, sem ég sagði, var orðrétt tekið upp úr fjárlfrv. eftir 2. umr., að kostnaður við eftirlitið væri áætlaður 1364284 kr., og til samanburðar sagði ég, að áætlaður kostnaður við stjórnarráðið væri 1,1 millj. kr., en tók sérstaklega fram, að þar fyrir utan væri ríkisfjárhirzlan og bókhaldið.