22.10.1943
Efri deild: 38. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í C-deild Alþingistíðinda. (1784)

28. mál, kynnisferðir sveitafólks

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Landbn. hefur komið saman og athugað þetta mál að nokkru, og sá hún sér ekki fært að breyta frv. frá því, sem hún hefur áður lagt til með brtt. sínum á þskj. 154. Meiri hluti n. óskar því eftir, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem þar eru gerðar.

Ég ætla ekki að fara að byrja umræður um þetta mál, en þeim hefur áður verið frestað. En ég vil geta þess af minni hálfu, að ég geri ráð fyrir, að ég og e. t. v. fleiri flytji brtt. fyrir 3. umr., einkum við 6. gr., þannig að gjaldið verði með reglugerðarákvæðum látið ná einnig til kjöts og mjólkur, sem ekki er verðjöfnunarskylt. En að svo stöddu sáum við ekki ástæðu til að hverfa frá brtt. okkar, en óskum eftir, að þær verði samþ. og rökst. dagskr. felld.