22.10.1943
Efri deild: 38. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í C-deild Alþingistíðinda. (1788)

28. mál, kynnisferðir sveitafólks

Gísli Jónsson:

Ég hef átt tal um þetta mál við hv. form. landbn. og aðra nm., og með því að ekki er vonlalaust um samkomulag fyrir þriðju umr., þá mun ég taka aftur brtt. mínar á þskj. 165 til þeirrar umr.

En úr því að ég stóð upp á annað borð, þá vil ég segja við hv. 3. landsk. í sambandi við, að hann bar dómgreind Barðstrendinga saman við kosningaúrslit þar, að ummæli mín um dómgreind þeirra sannast bezt með því, að flokkur hv. þm. hefur tapað á 3. hundrað atkvæðum í sýslunni síðan 1937. Sama dómgreindin hefur einnig komið yfir Seyðfirðinga, og er ég hreint ekki að halda því fram, að Barðstrendingar séu einir færir um að greina milli þess, sem er rétt og rangt í lífinu.