26.10.1943
Efri deild: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í C-deild Alþingistíðinda. (1804)

28. mál, kynnisferðir sveitafólks

Pétur Magnússon:

Hv. þm. Barð. hefði getað með góðum vilja skilið, hvað ég átti við. Ég var ekki að gera ráð fyrir afnámi orlofs, þótt harðnaði í ári, heldur kröfum um þátttöku ríkissjóðs í kostnaði,. í samræmi við það, sem nú er lagt til um orlof sveitafólks. Ég veit ekki, með hvaða rökum hann ætlar að standa móti því, ef þetta verður samþ., og erfitt verður við þessi mál að fást, ef slíkt ástand skapast, sem var hér fyrir stríðið.