26.10.1943
Efri deild: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í C-deild Alþingistíðinda. (1806)

28. mál, kynnisferðir sveitafólks

Pétur Magnússon:

Ég held, að hv. þm. Barð. hljóti að skilja, að þegar það ástand væri skapað, að atvinnurekendur við sjóinn berðust fyrir lífi sínu atvinnulega séð og tap væri á rekstri, greiddu þeir orlofsféð, en ekki ríkissjóður, því að þeir greiddu þá ekki eyri í tekjuskatt, hvað þá 90%. Þetta er því ákaflega lítil röksemd þess, að sama gildi um sveitir og sjávarpláss í þessu efni. Þá getur orðið erfitt að standa móti því, að orlofsféð greiðist úr ríkissjóði.