08.12.1943
Sameinað þing: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 327 í B-deild Alþingistíðinda. (185)

27. mál, fjárlög 1944

Forseti (GSv):

Nú verður þess freistað að fá afbrigði fyrir fram komnum skrifl. brtt., sem lýst hefur verið, í því trausti, að nú megi ekki vænta fleiri slíkra brtt. Það er nú, eins og komið hefur fyrir allajafna, þegar um skrifl. brtt. hefur verið að ræða, að heimfærslan er nokkuð af fljótaskrift gjörð, þegar till. ganga ekki í gegnum hendur skrifstofumanna Alþ. En það mun verða reynt að heimfæra það á rétta staði, sem miður er heimfært en skyldi í þessum skrifl. brtt., þegar til þess kemur að raða brtt. upp til atkvgr. — Afbrigða verður þá leitað fyrir tveimur brtt., sú fyrri er frá Finni Jónssyni og fleirum, og hin brtt. er við þá brtt., frá Einari Olgeirssyni. Verður nú leitað tvöfaldra afbrigða fyrir þessum brtt.