27.09.1943
Neðri deild: 23. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í C-deild Alþingistíðinda. (1860)

70. mál, kvikmyndasýningar

Flm. (Sigfús Sigurhjartarson) :

Herra forseti. Aðeins fáein orð viðvíkjandi ummælum hv. 2. þm. Eyf.

Það er rétt, að borgarstjóri flutti bæjarráði þau tilmæli kvikmyndahúsaeigenda, að það tilnefndi eða féllist á menn til að meta þessar eignir. En það þýðir ekki það, að þeir, sem í bæjarráði sitja, vildu viðurkenna þær niðurstöður, sem matsnefndin, sem var látin meta eignir nar, kæmist að. — Auðvitað vildi bæjarráð, ef síðar yrði farið inn á þá braut að leita eignarnáms á þessum eignum, að það yrðu dómkvaddir menn, sem um þetta mat fjölluðu.