24.11.1943
Neðri deild: 53. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 896 í B-deild Alþingistíðinda. (1870)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Forseti (JörB) :

Það er nú þannig ástatt um þetta, að sumpart hafa mál, sem enginn ágreiningur er um, þurft að ganga gegnum þingið, en hins vegar hafa verið mál, sem ágreiningur er um, og hefur verið reynt að þoka þeim áleiðis nokkurn veginn eftir aldri, en það er ekki á valdi forseta að hefta svo mjög málfrelsi þm., að þeir megi ekki segja álit sitt um málin, og þess vegna er afgreiðslu þeirra ekki komið lengra. En ég mun reyna að taka þetta mál á dagskrá bráðlega.