10.12.1943
Efri deild: 63. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 897 í B-deild Alþingistíðinda. (1881)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég hjó eftir því, sem hæstv. forseti sagði um fundartíma, og vænti þess, að hann taki tillit til ástæðna þm. í þeim efnum. Varðandi 5. og 6. mál á dagskránni vil ég segja það, að ég hefði viljað ræða þau bæði, en milli kl. 5 og 7 verð ég að mæta á öðrum fundi og get því ekki mætt hér á þeim tíma. Varðandi 5. dagskrármálið er það að segja, að 1. umr. var hagað þannig, að umr. gátu ekki farið fram nema að nokkru leyti, og finnst mér því óþarfi að haga 2. umr. svo, að menn séu þar að nokkru leyti sviptir málfrelsi.