19.10.1943
Sameinað þing: 20. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 901 í B-deild Alþingistíðinda. (1906)

Varamaður tekur þingsæti

forseti (GSv):

Til forseta hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 15. okt. 1943.

Formaður Framsóknarflokksins hefur í dag ritað forseta Nd. á þessa leið:

„Hér með tilkynnist yður, herra forseti, að Helgi Jónasson, 1. þm. Rangæinga, verður að víkja af þingi um stundarsakir, vegna þess að honum hefur eigi tekizt að fá lækni til þess að gegna störfum fyrir sig. Samkvæmt þessu mun varamaður hans, Björn Björnsson sýslumaður, taka sæti hans skv. 144. gr. kosningalaga.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér boðið til fundar í sameinuðu þingi næstkomandi þriðjudag til þess að rannsaka og bera upp til samþykktar kjörbréf varamanns, en mér er tjáð, að þá muni hann verða viðbúinn að taka sæti á þinginu.

Emil Jónsson.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Samkvæmt þessu hefur verið lagt fyrir kjörbréfanefnd að athuga kjörbréf hins tilnefnda varamanns, og hefur hún lokið störfum sínum.