21.04.1943
Sameinað þing: 6. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í D-deild Alþingistíðinda. (2112)

11. mál, samþykki til frestunar á fundum Alþingis

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Samkv. stjórnarskránni hefur stj. engan rétt til að gefa út brbl., meðan þingfrestun stendur yfir, heldur aðeins milli þinga, en það er aðeins venjan, sem hefur skapað það. Ég álít því rétt, að þingið tryggi sig fyrir því, þegar þingfrestun stendur yfir, að stj. haldi ekki áfram þessari venju nema ráðfæra sig við alla þingflokka, sérstaklega ef þar væri um mál að ræða, sem þingflokkarnir hefðu verið klofnir um, og tel ég því eðlilegt, að það sé lagt fyrir stj. að ráðgast við þingflokkana um slíkt.