17.11.1943
Neðri deild: 48. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í C-deild Alþingistíðinda. (2113)

69. mál, húsaleiga

Frsm. meiri hl. (Sigurður Thoroddsen):

Eins og grg. benda til hefur málið verið rætt í n., en hún hefur ekki getað orðið sammála um afgreiðslu þess. Meiri hl. leggur til, að frv. verði samþ., en minni hl. leggur til, að það verði afgr. með rökst. dagskrá. Ég taldi breyt. meiri hl. á 1. gr. frv. vera til hins verra, en var þó sammála til samkomulags við hina nm.

Eins og fram á er farið í frv., eiga allir nm. í húsaleigunefnd að taka þátt í ákvörðunum n. Meiri hl. leggur til, að þegar ákvarðanir eru teknar, skuli að minnsta kosti fjórir þeirra vera á fundi, enda ráði afl atkvæða. Meiri hl. n. leggur til, að aftan við 5. gr. bætist ný málsgr. um, að kostnaður, sem leiðir af framkvæmdum samkv. ákvæðum þessarar gr., greiðist að hálfu af bæjar- og sveitarfélögum þeim, sem hlut eiga að máli, en hinn helminginn greiði ríkissjóður.

Fleira þarf ekki að taka fram um málið, og læt ég því útrætt um það.