20.04.1943
Sameinað þing: 4. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 189 í C-deild Alþingistíðinda. (2209)

1. mál, fjárlög 1944

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Þótt reglulegt Alþ. hafi í þetta skipti komið saman tveim mánuðum síðar en venja er til, er engu auðveldara nú en var í byrjun ársins að gera sér grein fyrir væntanlegri afkomu ársins 1944. Allur atvinnurekstur þjóðarinnar er undir því kominn, að verðbólgan verði stöðvuð og hægt sé að framleiða útflutningsafurðir landsins fyrir það verð, sem ákveðið er með samningum við viðskiptaþjóðir vorar. Undanfarið ár hefur allt fjármálalíf landsins verið á hverfanda hveli, og enn þá verður ekki séð, hversu fer, þótt nú hafi verið staðar numið um stund. Fjárhagsleg afkoma landsmanna er enn í svo mikilli óvissu, að erfitt er að gera sér grein fyrir, hvað þetta ár færir oss. Og enn torveldara er að gera sér hugmynd um afkomu næsta árs.

Af þessum ástæðum taldi ríkisstj. nauðsynlegt að fresta samningu fjárl. og bar þess vegna fram frv. á síðasta þ. um að fresta samkomudegi reglulegs Alþ. til næsta hausts. Stjskr. mælir svo fyrir, að fjárl. skuli lögð fram, þegar er nýtt þ. kemur saman. En eins og nú standa sakir, er ógerlegt að semja fjárl. fyrir árið 1944, sem byggð eru á nokkrum skynsamlegum áætlunum. Vér vitum varla, hvað morgundagurinn færir oss, og enn síður vitum vér, hvað næsta ár ber í skauti.

Frv. til fjárl. 1944, sem liggur fyrir, er því borið fram til að fullnægja bókstaf stjskr. í þessu efni og ber að skoða sem form, er hlýtur að taka gagngerum stakkaskiptum síðar á árinu, þegar væntanlega má betur sjá en nú, hversu fer um atvinnu- og fjárhag þjóðarinnar á næsta ári. Ég mun því ekki ræða sjálft frv. að þessu sinni né einstaka liði þess. Ég geri ráð fyrir, að ekki verði um það fjallað hér á Alþ. fyrr en í haust, og mun þá verða gerð grein fyrir því með þeim breytingum, sem óhjákvæmilega verða þá á því gerðar, og verður ríkisstj. að áskilja sér allan rétt í því efni.

Ég mun því aðallega að þessu sinni gera grein fyrir afkomu síðasta árs og því, hversu fjárhag ríkisins er nú háttað.

Fjárreiður ríkisins eru venjulega stækkuð útgáfa af fjárreiðum einstaklinganna innan vébanda þess. Ríkið hefur haft á síðasta ári hærri tekjur að krónutali en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Sama er að segja um þegnana. En féð hefur verið laust í böndum hjá þeim, eins og oft vill verða, ef lítið er fyrir því haft, og fémildin til ýmissa hluta hefur verið meiri en góðu hófi gegndi. Sama er að segja um ríkið. Hjá því hefur farið nokkuð á sama veg.

Tekjuafgangur ríkissj. síðasta ár nemur samkvæmt bráðabirgðayfirliti 29087 þús. kr., og er sú fjárhæð nálega tvöföld á við heildarútgjöld ríkisins fyrir styrjöldina. Skal ég nú gera grein fyrir tekjum og gjöldum ríkissj. 1942 ásamt áætlun á hverjum lið samkvæmt fjárlögum fyrir það ár:

Bráðabirgðayfirlit yfir tekjur og gjöld ríkissjóðs 1942 (allar upphæðir í þúsundum).

Gjöld :

Umfr.

Fjárlög

Reikn.

fjárl.

7. gr.

Vextir

1614

1312

÷ 302

8. —

Kostnaður við æðstu stjórn landsins

75

175

100

9. —

Alþingiskostnaður

358

1475

1117

10. –

I.

Stjórnarráðið o. fl.

480

722

242

10. —

II.

Hagstofan

93

150

57

10. —

III.

Utanríkismál

293

603

310

11. —

A.

Dómgæzla og lögreglustjórn

1866

4331

2465

11. —

B.

Sameiginl. kostn. við embættisrekstur

433

991

558

12. —

Heilbrigðismál

849

1105

256

13. —

A.

Vegamál

2566

6987

4421

13. —

B.

Samgöngur á sjó

558

3235

2677

13. —

C.

Vitamál

1229

1203

÷ 26

13. —

D.

Flugmál

38

84

46

14. —

A.

Kirkjumál

463

615

152

14. —

B.

Kennslumál

2411

3569

1158

15. —

Vísindi, bókmenntir og listir

375

417

42

16. —

Atvinnumál

4981

7028

2047

17. —

Styrktarstarfsemi

3099

4004

905

18. —

Eftirlaun

368

373

5

19. —

Verðlags- og aukauppbót

1800

8300

6500

19. —

Óviss útgjöld

100

1505

1405

22. —

Heimildarlög

772

772

Sérstök lög

3194

3194

Þingsályktanir

3684

3684

Væntanleg fjáraukalög

1742

1742

24049

57576

33527

Tekjuafgangur

29087

Samtals krónur

24049

86663

Tekjur :

Fjárlög

Reikn.

Umfr. fjárl.

2. gr.

Skattar og tollar:

1.

Fasteignaskattur

550

616

66

2.

Tekju- og eignarskattur

3150

14164

11014

Stríðsgróðaskattur

12326

÷ Hluti sýslu- og bæjarfélaga

6163

6163

6163

3.

Lestagjald af skipum

65

58

÷ 7

4.

Aukatekjur

500

739

239

5.

Erfðafjárskattur

60

93

33

6.

Vitagjald

250

392

142

7,

Leyfisbréfagjald

30

109

79

8.

Stimpilgjald

600

1474

874

g.

Bifreiðaskattur

400

1073

673

10.

Benzínskattur

910

300

÷ Til Brúasjóðs

182

728

428

11.

Útflutningsgjald

2765

850

÷ Hluti Fiskveiðasjóðs

691

2074

1224

10 % útflutningsgjald

1438

1438

12.

Vörumagnstollur

6000

9407

3407

13.

Verðtollur

5500

39163

33663

14.

Gjald af innlendum tollvörum

600

1164

564

15.

Skemmtanaskattur

150

÷ 150

16.

Veitingaskattur

100

186

86

19105

79041

59936

÷Hækkun eftirst., endurgr. og innh.laun

5428

÷ 5428

73613

54508

193 Lagafrumvörp ekki útrædd.

Fjárlög 1944.

3. gr. A.

Ríkisstofnanir:

Landssíminn

462

284

÷ 178

Áfengisverzlun

1822

6058

4236

Tóbakseinkasala

1250

2864

1614

Ríkisútv. og viðtækjaverzlun

92

630

538

Ríkisprentsmiðja

70

187

117

Landssmiðja

20

109

89

Bifreiðaeinkasala

58

1700

1642

÷ Póstsjóður

55

3719

111

166

3774

Grænmetisverziun

17

17

Vífilstaðabú

18

18

Kleppsbú

16

16

11994

8275

3 gr. R.

Tekjur af fasteignum

9

9

4. gr.

Vaxtatekjur

362

18

442

80

5. gr.

Óvissar tekjur

50

168

Skiptimynt

437

605

555

63418

Tekjuhalli

804

Samtals krónur

24049

86663

Eins og sjá má af þessu yfirliti, hafa gjöldin farið 33527 þús. kr. fram úr fjárl., en tekjurnar eru 63418 þús. kr. hærri en áætlað var. Þetta hvort tveggja er nokkurt sýnishorn af því óvenjulega ástandi, sem ríkt hefur á árinu. Hin síhækkandi vísitala framfærslukostnaðar hafði í för með sér sívaxandi gjöld í ýmsum greinum fyrir ríkissjóð, sem ógerlegt var að sjá fyrir, þegar fjárlög voru útbúin. Einnig skapast á slíkum tímum útgjaldaliðir, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárl., en ekki verður hjá komizt fyrir ríkið að taka á bak sér.

Ég skal þá í stuttu máli gera grein fyrir helztu umframgreiðslum í þeirri röð, sem liðirnir standa í fjárlögum:

Alþingiskostnaður hefur farið 1117 þús. kr. fram úr áætlun. Á þessum lið er kostnaður við breytingu Alþingishússins ásamt húsbúnaði, er nam um 150 þús. kr. Enn fremur er á þessum lið að sjálfsögðu verðlagsuppbót á laun þingmanna og starfsmanna þingsins. Alþingiskostnaður varð árið 1941 samkv. ríkisreikningi 549 þús. kr., og er því um allverulega hækkun að ræða. En þess ber þá og að gæta, að Alþ. hafði þrisvar setu á árinu 1942, samtals 182 daga eða rétta 6 mánuði.

Umframgreiðslur samtals 609 þús. kr. Af því er 220 þús. aukinn kostnaður við stjórnarráðið, 57 þús. vegna hagstofunnar og 355 þús. vegna utanríkisþjónustunnar. Aftur á móti er kostnaður vegna samninga við önnur ríki 45 þús. kr. lægri en áætlun.

Dómgæzla og lögreglustjórn hefur farið 2465 þús. kr. fram úr áætlun. Er hér aðallega um tvo liði að ræða. Í fyrsta lagi umframgreiðsla vegna landhelgisgæzlu, 1200 þús. kr., og hækkun launa og skrifstofukostnaðar vegna vaxandi dýrtíðar. Til skrifstofukostnaðar þeirra embætta, sem hér um ræðir, hefur verið varið 550 þús. kr., vegna toll- og löggæzlu 206 þús. kr. Auk þess eru nokkrir smærri liðir.

Sameiginlegur kostnaður við embættisrekstur samkv. 11. gr. er 558 þús. kr. hærri en áætlun. Eru þessir liðir helztir: Skattstofan 87 þús., skattanefndir 124 þús., fasteignamatið 116 þús., ríkisskattanefnd 68 þús., eyðublöð og auglýsingar 157 þús.

Heilbrigðismál, umframgreiðslur 256 þús., sem stafar að mestu af auknum rekstrarkostnaði við Vífilsstaðahæli (137 þús.), Kleppsspítala (63 þús.) og Kópavogshæli (19 þús.).

Vegamál eru sá liðurinn, sem mest hefur farið fram úr áætlun, eins og við mátti búast, og nemur það 4.421 þús. kr. Hafa af því farið 3.667 þús. kr. til þjóðvega, 395 þús. til brúargerða og 240 þús. til sýsluvega.

Samgöngur á sjó. Sú fjárhæð nemur 2677 þús., og er af því til strandferða Skipaútgerðar 2445 þús. kr. Þessi mikli halli stafar af því, að farmgjöld strandferðaskipanna hafa ekki verið hækkuð í hlutfalli við aukningu rekstrarkostnaðar.

Kirkju- og kennslumál. Fjárhæðin samtals er 1310 þús. kr. Af því hafa farið 140 þús. til húsabóta á prestsetrum og 12 þús. til biskupsembættisins. Vegna námsstyrkja erlendis 74 þús., til íþróttahallar á Eiðum 200 þús. og byggingar barnaskóla 125 þús. Hitt hefur farið til ýmissa skóla og til barnakennara 234 þús.

Vísindi, bókmenntir og listir. Hér er aðeins um 42 þúsund að ræða, sem aðallega hafa runnið til Safnahússins (11 þús.), Landsbókasafnsins (7 þús.) og Þjóðskjalasafnsins (8 þús.). Skáld og listamenn hafa aðeins fengið 8 þús. kr. umfram áætlun, og virðist þeirra hlutur hafa orðið lítill í þeim stóru tölum, sem hér eru nefndar, enda mun það eiga að standa til bóta.

Atvinnumál. Hér er um að ræða 2047 þús. kr., og er stærsti liðurinn vegna mæðiveikinnar, 1584 þús. kr. Þessi mikla umframgreiðsla stafar af því, að áætlun í fjárl. var fjarri sanni á þessum lið, og var aldrei við að búast, að áætlunin mundi hrökkva fyrir gjöldum. Aðrir helztu liðirnir eru: Rannsókn búfjársjúkdóma 123 þús., Verðlagsnefnd 152 þús. og Skömmtunarskrifstofan 101 þús.

Almenn styrktarstarfsemi. Umframgreiðslur samtals 905 þús. kr. Af því eru vegna alþýðutrygginga 530 þús., berklavarnir 230 þús. og sjúkrastyrkur 115 þús.

Óviss útgjöld, samtals 7905 þús. kr., en þar af er verðlagsuppbót og aukauppbót greidd á árinu 6500 þús. kr. Önnur helztu útgjöld eru: Kostnaður vegna flugvallar 723 þús., kostnaður við nefndir 108 þús. og ýmsir smærri liðir.

Á 22. gr. koma samtals 9392 þús. kr. Af því eru helztu greiðslur þessar:

Samkvæmt sérstökum lögum: ráðstafanir vegna dýrtíðar (l. frá 1941) 1534 þús. kr., stofnkostnaður héraðsskóla 575 þús., vátryggingarfélög fyrir fiskiskip 450 þús., húsmæðrafræðsla í kaupstöðum 300 þús., ómagastyrkir 332 þús.

Samkv. þingsályktunum: Verðuppbót á garnir og gærur frá 1941 2496 þús., verðuppbót á fóðurmjöli 1164 þús.

Aðrar greiðslur undir sömu gr., sem koma á væntanleg fjáraukalög, eru helztar: Til loftvarna 411 þús., sumardvöl barna 231 þús., byggingarkostnaður á Bessastöðum 358 þ., viðgerð á Safnahúsinu 120 þús., til stúdentagarðsins 150 þús. og nokkrar smærri greiðslur.

Hef ég þá getið þess helzta, sem greitt hefur verið umfram heimildir í fjárl. Mest af þessum auknu útgjöldum er bein afleiðing hinnar vaxandi dýrtíðar og þess ástands, sem ríkjandi er í landinu.

Þegar athuguð er tekjuhlið bráðabirgðayfirlitsins, kemur í ljós, að hinar miklu viðbótartekjur eru aðallega á 3 liðum, en þeir eru:

a.

Tekju- og eignarskattur

11014

þús.

kr.

b.

Verðtollur

33663

c.

Ríkisstofnanir

8275

Samtals

52952

þús.

kr.

umfram áætlun í fjárl. á þessum þremur liðum. Á öðrum tekjuliðum er um tiltölulega litla hækkun að ræða frá áætlun fjárl. Helztu hækkanir eru:

3.

407

þús.

kr. á

vörumagnstolli.

1.

224

– -

útflutningsgjaldi

874

– -

stimpilgjaldi,

673

– -

bifreiðaskatti.

Ég ætla ekki að ræða nánar tekjurnar í heild, en skal nú minnast á nokkra tekjuliði sérstaklega.

Tekju- og eignarskattur varð á árinu 1941 9274 þús. kr., og má því telja, að þessir skattar hafi verið mjög varlega áætlaðir fyrir árið 1942, þar sem fjárl. gera ráð fyrir 3150 þús. kr. Skattarnir urðu á árinu, eins og áður er sagt, 14164 þús. kr. Þessi hækkun byggist á góðum og stöðugum vinnuskilyrðum í landinu árið 1941, en ekki sízt á vaxandi dýrtíð, sem hefur haft mikil áhrif á tekjur manna að krónutali.

Stríðsgróðaskatturinn, sem er ekki áætlaður í fjárl.. fyrir 1942, hefur numið samtal 12326 þús. kr., en af því er greitt helmingur til sýslu- og bæjarfélaga.

Tekju- og eignarskattur og stríðsgróðaskattur hafa því numið samtals 20327 þús. kr. eða tæpum 4 millj. kr. minna en öll gjöld ríkisins voru áætluð fyrir árið 1942.

Samanburður á tollunum árin 1941 og 1942 verður þannig:

Vörumagnstollur

1941

6995

þús.

kr.

1942

9407

Verðtollur

1941

16699

1942

39163

Hin mikla hækkun á verðtollinum stafar af tvennu: Annars vegar af auknum innflutningi ýmissa vara, sem hár tollur er greiddur af, og hins vegar að nokkru leyti af stórlega auknum farmgjöldum. En eins og kunnugt er, er verðtollur greiddur af farmgjöldunum jafnt og andvirði varanna. Um það hefur talsvert verið rætt og ritað, að hvorki sé sanngjarnt né skynsamlegt að innheimta verðtoll af styrjaldarfarmgjöldum, sem stundum geti nálega jafnazt við innkaupsverð varanna. Ekki verður fyrir það synjað, að slíkt virðist óeðlilegt, enda hlýtur það að hafa talsverð áhrif til hækkunar á vöruverð í landinu. En það er eins með tolla og skatta. Þegar þeir hafa einu sinni verið settir á, hika þeir við, sem með fjármálin fara, að létta þeim af þjóðinni, af geig við, að tekjurnar hrökkvi þá ekki fyrir gjöldum.

Það hefur verið athugað af Hagstofunni, hversu miklu hafi numið tollur af farmgjaldi þrjá fyrstu ársfjórðunga ársins 1942, og er niðurstaðan þessi:

Innflutningur á þessu tímabili

166

millj. kr.

Þar af eru vörur undanþ. tolli

28

- -

Eftir eru verðtollsvörur

138

millj. kr.

Farmgjöldin eru talin samtals

33374

þús. kr.

Tollur af farmgjöldum

4386

— -

Af samtals greiddum verðtolli er 16,3% tollur af farmgjöldum eða um 1/6 hluti verðtollsins. Mestur er innflutningur á vörum, sem af er greiddur 8% verðtollur, en þar næst koma vörur, sem af er greiddur 50% verðtollur, og nemur andvirði þeirra 23146 þús. kr. af framangreiddum innflutningi 138 millj. kr. allra tollvara.

Eins og nú standa sakir, er það mál, sem hlýtur að koma til athugunar, hvort gerlegt sé að lækka tolla á nauðsynjum, svo sem ýmsum tegundum fatnaðar og öðru, sem allur almenningur þarf til daglegra nota. Tollar eru hér á mörgu hærri en góðu hófi gegnir, og gerist það nú aðkallandi að taka tollskrána til endurskoðunar.

Ríkisstofnanir. Tekjur af ríkisstofnunum voru í fjárl. áætlaðar 3719 þús. kr., en hafa orðið 11994 þús. kr. eða 8275 þús. kr. umfram áætlun. Mestar eru tekjurnar af Áfengisverzluninni, en þær nema samtals 6058 þús. kr., í stað þess, að þær vöru áætlaðar 1822 þús. kr. Næst kemur Tóbakseinkasalan, og er tekjuafgangur hennar 2864 þús., en áætlunin var 1250 þús. kr. Þriðja stofnunin í röðinni er Bifreiðaeinkasalan. Tekjur hennar voru áætlaðar 58 þús. kr., en talið er, að þær muni nema 1700 þús. kr. eða um þrítugfölduð áætlunin. Ríkisútvarpið og Viðtækjaverzlunin skila 630 þús. kr. í stað áætlunar 92 þús. kr., Ríkisprentsmiðjan 187 þús. kr. í stað 70 þús., Landssmiðjan 109 þús. í stað 20 þús., Póstsjóður 111 þús. í stað 55 þús. Landssíminn er eina stofnunin, sem skilar minni rekstrarhagnaði en áætlað var, eða 284 þús. í stað 462 þús. kr. Stafar það af því, að verðskrá símans var haldið óbreyttri þar til síðari hluta ársins, en flest útgjöld fóru hraðvaxandi allt árið, einkum launagreiðslur.

Hinn mikli og óvænti tekjuafgangur Bifreiðaeinkasölunnar stafar af því, að eftirspurn um bifreiðar til vöru- og fólksflutninga var á síðasta ári meiri en dæmi eru til áður. Þessari eftirspurn var engan veginn hægt að fullnægja, en þó heppnaðist að ná til landsins fleiri vöru- og fólksflutningsbifreiðum en áður hefur verið innflutt á einu ári. Bifreiðakaup þessi tókust fyrir velvilja stjórnarvalda Bandaríkjanna, er litu svo á, að oss væri nauðsyn á að endurnýja þann bifreiðakost, sem fyrir var hér í landi. Nú eru afar miklir örðugleikar á útvegun slíkra tækja og því líklegast, að innflutningur þeirra stöðvist að mestu eða öllu. Er því ekki mikilla tekna að vænta hér eftir af sölu bifreiða, enda er reikningsskilum og ráðstöfun á búi Bifreiðaeinkasölunnar senn lokið.

Hinn mikli tekjuafgangur Áfengisverzlunarinnar, sem er langtum meiri en áður hefur tíðkazt, stafar ekki af því, að salan hafi aukizt í svipuðu hlutfalli. Ástæðan er sú, að útsöluverð vínanna hefur verið hækkað. Heildarsala Áfengisverzlunarinnar að flöskutölu síðasta ár er lítið eitt hærri en salan árið 1941, en þá var tekjuafgangur 1923 þús. kr. Hins vegar er salan 1942 að flöskutölu 25% lægri en árið 1940.

Hagnaður Tóbakseinkasölunnar árið 1921 var 2353 þús. kr., og má því segja, að mjög hafi verið varlega áætlaðar tekjurnar 1942 með 1250 þús. kr. Að vísu er þess ekki að dyljast, að útlit um útvegun tóbaks var ekki gott um það leyti, sem áætlunin var gerð, en úr því rættist betur en á horfðist.

Þessar tvær stofnanir, sem ég hef nú síðast nefnt, hafa á síðasta ári haft í tekjuafgang nálega 9 millj. kr. Þó að ekki sé hægt að gera ráð fyrir, að þær skili jafnan slíkum hagnaði, þá verða þessar einkasölur jafnan mjög mikilvægur þáttur í tekjuöflun ríkisins. Þess vegna er nauðsynlegt að tryggja heilbrigðan framtíðarrekstur þeirra og sjá um, að þessi fyrirtæki séu rekin með því sniði og þeim myndarskap, sem ríkinu hæfir. Ég hef leyft Tóbakseinkasölunni að láta eina milljón króna í varasjóð af tekjum síðasta árs. Er það gert til þess, að þessi stofnun hafi nægilegt rekstrarfé og þurfi ekki að skulda heima og erlendis. Ég hef leyft Áfengisverzluninni að láta í varasjóð 500 þús. kr. og stofna sérstakan byggingarsjóð með 500 þús. kr. Það er ekki vanzalaust, að þetta fyrirtæki skuli varla hafa þak yfir höfuðið og ekki hafa aðstöðu til húsnæðis vegna að haga rekstrinum á þann hátt, sem hvarvetna mundi talið nauðsynlegt og sjálfsagt.

Þessar einkasölur eiga hvorug þak yfir höfuðið. Hjá því verður ekki komizt að byggja yfir þær svo fljótt sem unnt er. En jafnframt ætti að sameina báðar þessar einkasölur og reka þær sem eitt fyrirtæki. Mundi ríkissj. vafalaust spara nokkurn rekstrarkostnað við slíka breytingu, en sérstaklega væri það æskilegt að sameina í eitt myndarlegt fyrirtæki þann verzlunarrekstur, sem gera má ráð fyrir, að verði til frambúðar í höndum ríkisins.

Í þessu sambandi vil ég geta þess, að ég tel, að jafnframt því að sameina Áfengisverzlunina og Tóbakseinkasöluna ætti að afnema Viðtækjaverzlunina sem sjálfstæða stofnun og gera hana að deild í rekstri Ríkisútvarpsins.

Samkvæmt l. nr. 98 frá 9. júlí 1941 var sett á sérstakt útflutningsgjald í síðastliðnum ágústmánuði á útfluttan afla togaranna, 10% af fob.verði. Gjald þetta var einungis sett á þann fisk, sem íslenzk flutningaskip flytja á markað, en var létt af þeim aftur sökum þess, að talið var, að þau fengi ekki risið undir tollinum. Tollurinn hefur því eingöngu hvílt á afla togaranna.

Tekjurnar af þessu útflutningsgjaldi, frá því er það var sett á í ágúst s. l., hafa numið 1438 þús. krónum. Með líkum rekstri og svipaðri sölu botnvörpuskipanna og var síðari helming ársins í fyrra mætti gera ráð fyrir, að þessi tekjustofn gæti gefið um 3 millj. kr. yfir árið. Hins vegar hefur staðið talsverð deila um það milli togaraeigenda og ríkissj., á hvern hátt bæri að reikna gjald þetta. Gjaldið er í l. ákveðið af fob.-verði. En fjmrn. hefur litið svo á, að þar sem skipin seldu afla sinn erlendis, bæri að finna fob.-verðið með því að draga kostnað við að koma fiskinum á markað frá söluverði erlendis. Togaraeigendur hafa hins vegar krafizt, að afli togaranna væri metinn í samræmi við gildandi fob.-verð á fiski hér á landi og útflutningsgjaldið reiknað eftir því. Um þetta hefur ekki náðst samkomulag, og er ekki ólíklegt, að því verði vísað til úrskurðar dómstólanna. Yrði niðurstaðan sú, að ríkissj. beri að reikna gjaldið samkvæmt kröfu skipaeigenda, þá er hér um allverulega endurgreiðslu að ræða, er nema mundi mörgum hundruðum þúsunda.

Framtíð þessa útflutningsgjalds er mjög undir hælinn lögð. L. gera ekki ráð fyrir, að gjaldið sé innheimt af tapsrekstri, enda væri slíkt ósanngjarnt með öllu. Síðan gjaldið var lagt á, hefur mjög rýrnað hlutur botnvörpuskipanna vegna vaxandi rekstrarkostnaðar og erfiðari siglingaskilyrða. Þrengist afkoma þessara skipa frekar en orðið er, tel ég gjaldi þessu teflt í hættu.

Niðurstaða sú, er bráðabirgðayfirlitið sýnir, gefur ekki alls kostar rétta hugmynd um afkomu ríkissj. á liðnu ári. frá tekjuafganginum ber að draga þá fjárhæð, sem greidd kann að verða sem verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur samkvæmt þingsályktunum 31. ágúst og 23. maí 1942. Hin fyrri þingsályktun er varðandi afurðir ársins 1942, en hin síðari vegna afurða ársins 1941.

Landbn. lét gera áætlun um þær verðbætur, sem hér um ræðir, í byrjun þessa árs, og var talið, að þær mundu nema samtals 25½ millj.

kr. Þá voru allar þessar vörur óseldar nema gærur og garnir frá 1941, sem seldar höfðu verið í fyrra. Síðan hafa verið seldar allar gærur og garnir fyrir hagkvæmara verð en gert var ráð fyrir, svo að áætlunin lækkar af þeim sökum um 4 millj. kr. Sú kvöð, sem á ríkissj. hvílir vegna þessara verðbóta, er nú, eins og sakir standa, þannig:

Áætluð fjárhæð (í jan. 1943)

25½

millj. kr.

Greitt 1942 2½ millj. kr.

Mismunur v. sölu 4

— –

Eftir

19

millj. kr.

Enn þá er óseld ull tveggja undangenginna ára, en samningar standa nú yfir, og er þess vænzt, að hagkvæmt verð fáist. Hafa Bandaríkin sýnt oss skilning og mikla velvild í samningum um kaup á þessum afurðum. Afkoma ríkissj. síðasta ár er að miklu leyti undir því komin, hversu tekst um þessa samninga.

Þegar markaður bregzt fyrir aðra aðalframleiðslugrein landsmanna, er ekki nema eðlilegt, að hlaupið sé undir baggann til að jafna kjörin og firra fjölmenna stétt erfiðleikum, sérstaklega þegar öðrum atvinnuvegum vegnar óvenjulega vel. En sú aðferð, sem löggjafarvaldið hefur notað á síðasta ári til þess að skuldbinda ríkissjóð í þessu skyni, er mjög óvenjuleg, þar sem verðbótum er heitið í samræmi við vaxandi verðbólgu og án þess að skorður séu settar eða hámark ákveðið um fjárhagslega skuldbinding ríkissjóðs.

Ég verð að láta það í ljós sem mína skoðun, að það sé hættulegt fjárhag ríkisins, ef mjög er vikið af þeirri leið, sem stjskr. gerir ráð fyrir, að útgjöld séu ákveðin með fjárl. Ef það færist mjög í vöxt að ákveða gjöld með þingsályktunum eða sérstökum l., þá er hætt við, að með öllu geti riðlazt þær áætlanir um afkomu ríkisins, sem gerðar eru með ýtarlegri rannsókn og athugun við afgreiðslu hverra fjárl. Með þál. frá 31. ág. 1942 er raunverulega farið inn á nýja braut, sem getur gefið mjög varhugavert fordæmi. Þessi aðferð til að ráðstafa tugum millj. úr ríkissj. er mjög auðveld og handhæg, en einmitt þess vegna er hún varhugaverð. Slíkar greiðslur ættu að minnsta kosti að vera ákveðnar með sérstökum lögum.

Eins og ég hef áður tekið fram, verður að líta svo á að svo stöddu, að ríkissj. sé skuldbundinn um 19 millj. kr. vegna verðuppbóta á landbúnaðarvörur. Er þá raunverulegur tekjuafgangur 10 millj. króna.

Samkvæmt l. frá 4. sept. 1942, um raforkusjóð, ber að leggja í sjóð þenna 5 millj. kr. af tekjuafgangi ársins 1942. En 5 millj. kr. hafa þegar verið í hann lagðar samkv. ríkisreikningi 1941. Enn fremur ber að leggja í framkvæmdasjóð 3/5 af tekjuafganginum, og vil ég telja það 3 millj. kr. Verður þá sá sjóður 11 millj. kr. Verða þessar greiðslur til sjóðanna að sjálfsögðu framkvæmdar svo fljótt sem unnt er fyrir ríkissjóð.

Ég skal þá taka fyrir greiðsluyfirlit ársins, er sýnir eignahreyfingar þær, sem orðið hafa.

Greiðsluyfirlit 1942.

Inn:

1. jan. 1942. Peningar í banka og hjá ríkisféhirði

15690000.00

Tekjur samkvæmt rekstrarreikningi

86663000.00

Fyrningar .......

450000.00

Útdregin bréf, endurgreidd lán og andv. seldra eigna, einkum

skuldir í Danmörku

159000.00

v/ afb: og vaxta af dönskum lánum

640000.00

Skiptimynt sett í umferð (2/3 hl.)

850000.00

Krónur:

104452000.00

Út.

Gjöld samkvæmt rekstrarreikningi

57576000.00

Afborganir lána:

Innlend lán

507000.00

Lán í Danmörku

228000.00

– - Englandi

486000.00

– - Ameríku

298000.00

1519000.00

Lán í Danmörku v/ skipaútg.

221000.00

1740000.00

Til eignaaukn. og rekstrar ríkisstofnana:

Landssíminn

1785000.00

Póstmál

1l0000.00

Áfengisverzlun

660000.00

Tóbakseinkasalan

1000000.00

Ríkisútvarp og viðtækjaverzlun

810000.00

Ríkisprentsmiðja

280000.00

Landssmiðja

109000.00

Bifreiðaeinkasala

1700000.00

Áburðarsala

650000.00

Aðrar stofnanir

300000.00

7404000.00

Vitabyggingar

150000.00

Til byggingar sjómannaskóla

500000.00

Keyptar jarðir og húseignir

620000.00

Skuldabréf (í Félagsgarði) tekin upp í skatta

235000.00

Til innkaupanefndar í New York

1650000.00

Greidd innist. Raforkumálasjóðs og Framkv.sjóðs

13000000.00

Fyrirfram greitt vegna ársins 1943

325000.00

Sjóður í árslok 1942

21252000.00

Krónur:

104452000.00

Samkvæmt þessu hefur verið greitt af lánum ríkisins 1740 þús. kr. á árinu, en af því eru 640 þús. kr. vegna afborgana og vaxta af dönskum lánum, sem ekki hefur verið hægt að koma í hendur réttra aðila og stendur því enn inni hjá ríkissj. Aðrar eignahreyfingar eru litlar, að öðru leyti en því, sem varið hefur verið til byggingar sjómannaskóla, 500 þús. kr., og kaupa á jörðum og húseignum, 620 þúsund kr. Þær eignir eru:

Kleppjárnsreykir

230

þús. kr.

Kröggólfsstaðir í Ölfusi

63

— –

Vatnsleysa í Skagafirði

37

— –

Keldur (eftirstöðvar)

5

— –

Leifsgata 16, Rvík

250

— —

Dýralæknisbúst. í Borgarnesi

35

— —

Fé það, sem greitt hefur verið til Innkaupanefndarinnar í New York, er lagt út til bráðabirgða vegna þeirra vörukaupa, sem fara fram fyrir milligöngu ríkisstj. í Ameríku.

Skuldir ríkisins 31. des. 1942 eru taldar að vera samtals 51012 þús. kr. Engin ný lán voru tekin á árinu. Með lausaskuldum eru taldar 3542 þús. kr., sem fallnar eru í gjalddaga af dönskum lánum, en hafa ekki verið greiddar síðan Danmörk var hernumin.

Skuldayfirlitið er þannig:

Skuldir ríkisins pr. 31. des. 1942.

I.

Föst lán:

1.

Innlend lán

14344000.00

2.

Lán í Danmörku:

a) vegna ríkissjóðs

637000.00

b) vegna veðdeildar Landsbankans

5809000.00

6446000.00

3.

Lán í Englandi )

19070000.00

4.

Lán í Ameríku

1680000.00

II.

Lán vegna ríkisstofnana:

1.

I Englandi vegna síldarverksm.

1215000.00

2.

Í Danmörku vegna skipaútgerðar .

803000.00

III.

Lausaskuldir:

Innanlands

1970000.00

Í Danmörku:

Vegna ríkissjóðs

1998000.00

Vegna veðdeildar Landsbankans

1544000.00

5512000.00

IV

Geymt fé

1942000.00

Samtals kr.

51012000.00

Lausaskuldir og geymt fé 31. des. 1942 (sundurliðun).

Lausaskuldir:

1.

Innanlands:

Mismunur vaxtagr. vegna bankabréfakaupa

42000.00

Skuldir vegna raftækjaeinkasölu

358000.00

Skiptimynt í umferð

1570000.00

1970000.00

2.

Í Danmörku vegna ríkissjóðs:

Fallnar afb. og vextir af lánum

1314000.00

Handelsbanken

684000.00

1998000.00

3.

Í Danmörku vegna Landsbankans:

Fallnar afborganir og vextir af láni vegna kaupa

á bankavaxtabréfum

1544000.00

Krónur:

5512000.00

1)

Af þessari upphæð skulda bankarnir kr. 7013000.00.

Geymt fé:

Arfur

45000.00

Ógreidd fjárveiting til byggingarsjóða

170000.00

Ógreiddar fjárveitingar til hafnarbóta

120000.00

Viðskiptanefndargjöld

70000.00

Skipulagsgjöld

22000.00

Útflutningsnefndargjöld

100000.00

Innflutningsleyfisgjöld

310000.00

Fiskimálasjóður

420000.00

Malbikunarsjóður

225000.00

Jarðakaupasjóður

130000.00

Brúasjóður

315000.00

Sóttvarnarsjóður

15000.00

Krónur:

1942000.00

Þessar upphæðir breytast sennilega töluvert mikið. Eitthvað af þeim mun verða greitt út fyrir reikningslokun, og við fullnaðaruppgjör koma alltaf fram allmiklar breytingar á þessum liðum.

Skuldirnar 31. des. 1941 voru samkv. ríkisreikningi samtals 66219 þús. kr., svo að lækkun skulda á árinu, sem leið, nemur 15207 þús. kr. Þetta orsakast af því, að Raforkusjóður er talinn eiga hjá ríkissj. 5 millj. kr. og Framkvæmdasjóður 8 millj. kr. í árslok 1941. Þessar fjárhæðir eru greiddar á árinu 1942 ásamt afborgunum frá bönkum og síldarverksmiðjum upp í skuldir, sem ganga ekki í gegnum reikninga ríkissj. Þetta nemur samtals 14957 þús. kr. að viðbættum 250 þús. kr., sem eru mismunur á raunverulegum afborgunum og aukningu lausaskulda.

Ég hef nú í stórum dráttum gert grein fyrir afkomu ríkissjóðs árið, sem leið, þeim eignabreytingum, sem orðið hafa og skuldum ríkisins um síðustu áramót. Lægi þá næst fyrir að reifa fjárlfrv. það, sem hér liggur nú fyrir. En fyrir þá sök, er ég gat um í upphafi þessa máls, verður greinargerð þar að lútandi að bíða að sinni.

Þeir mundu varla þykja spámannlega vaxnir, sem reyndu nú að segja fyrir um, hversu háttað verður fjárhag og atvinnurekstri landsmanna á næsta ári. Verðbólgan hangir eins og brugðinn brandur yfir höfði þjóðarinnar. Þangað til að þeirri hættu er bægt frá, er ekki um að ræða nokkurt öryggi fyrir þá, sem laun taka, né þá, sem framleiðslu stunda til lands og sjávar. Þangað til er heldur ekki um nokkurt öryggi að ræða fyrir fjárhagsafkomu ríkissjóðs. Dýrtíðin hefur verið stöðvuð um stundarsakir, en vér skulum gera oss það ljóst, að vér höfum ekki enn vald á því að snúa ástandinu til varanlegs bata. Þjóðin hefur nú sjálf metskálar örlaga sinna í höndum.

Hversu mjög afkoma ríkissjóðs er háð framfærslukostnaðinum í landinu, sézt af því, að hvert stig í hækkandi vísitölu kostar ríkissjóð 160 þús. kr. á ári. Útgjöld ríkissjóðs, er taka dýrtíðaruppbót, eru talin að nema 16 millj. kr. á ári, og eru þá meðtaldar stofnanir ríkisins. Taki því verðbólgan aftur að vaxa, án þess að við verði ráðið, munu útgjöld ríkisins aukast með risaskrefum, án þess að samsvarandi tekjuauki komi á móti.

Landsmenn hafa undangengin þrjú ár selt flestar afurðir sínar háu verði. Framleiðsla sjávarafurða, sem jafnan er meginhluti útflutningsins, hefur verið rekin af fullum krafti að heita má öll þessi ár. Aldrei fyrr hefur fengizt annað eins fé fyrir útflutning landsins. Þó er nú svo komið í dag, að allur sá gjaldeyrir, sem þannig hefur fengizt, væri nú upp genginn, ef engar gjaldeyristekjur hefðu komið annars staðar frá. Einhverjir munu að líkindum segja, að slíkt skipti engu máli, meðan bankarnir eigi miklar inneignir erlendis. Vera má, að svo sé, en þetta sýnir, hvert stefnir, ef vér reynum ekki að koma þjóðarbúskapnum í það horf, að hann verði sjálfum sér nógur án þess að byggjast um of á styrjaldarástandinu.

Stefna ríkis- og löggjafarvalds hlýtur að verða sú að sporna gegn allri verðþenslu, að setja ekki stórfé í fyrirtæki eða framkvæmdir, meðan verðbólgan gerir öll verðmæti ótrygg, að spara og safna fé til mögru áranna, sem hljóta að koma, að binda ekki ríkissjóði byrðar nú með miklum ábyrgðum eða lántökum til dýrra framkvæmda, að koma atvinnuvegunum á heilbrigðan grundvöll, þar sem uppistaðan er ekki stríðsgróði, heldur verðskuldaður afrakstur fyrir unnin störf, og að tryggja verðgildi gjaldmiðils landsins.

Þó að nú sé dimmt í lofti og erfiðleikar á báðar hendur, þá mun aftur birta eftir þau ragnarök, sem nú ganga yfir. Það, sem færzt hefur úr skorðum, mun leita jafnvægis. En þá munu þeir minnstum erfiðleikum sæta, sem skemmst hafa hætt sér inn í þá hringiðu, sem ófriðarástandið hefur skapað.