15.10.1943
Sameinað þing: 19. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í D-deild Alþingistíðinda. (2297)

20. mál, byggðasími í Álftaveri

Gísli Sveinsson:

Ég vil þakka allshn. góðar undirtektir. Það er rétt skilið hjá henni, að þörf þessarar byggðar verður ekki borin saman við þarfir neinna annarra héraða, nema nefna mætti þar til fleiri staði á þessu sama hættusvæði, eins og hv. 1. þm. N.-M. veik að. Mér þykir vænt um að eiga hans stuðning vísan, ef talið verður nauðsynlegt að gera hið sama fyrir Meðalland og Álftaver. Um brtt. á þskj. 143 verð ég að segja, að ég tel hana eftir eðli málsins alveg óþarfa. Engum hefur komið til hugar, að neitt raskaðist í l. um einkasíma í sveitum, þótt till. verði samþ. Ég lýsi yfir, að sá er ekki tilgangur till., og n. var á einu máli, að svo væri ekki. Að fenginni þeirri yfirlýsingu þætti mér eðlilegast, að hv. þm. Barð. tæki till. á þskj. 343 aftur.