15.10.1943
Sameinað þing: 19. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í D-deild Alþingistíðinda. (2371)

60. mál, alþjóðlegt félagsmálastarf

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft till. þessa til meðferðar og athugað hana. Eins og hv. dm. muna, var gerð grein fyrir henni, þegar hún kom fram. Með henni er farið fram á, að ríkisstj. láti fara fram athugun á því, á hvern hátt Ísland gæti orðið þátttakandi í alþjóðlegu félagsmálastarfi með því að gerast meðlimur í Alþjóðlega vinnumálasambandinu, og eftir að rannsókn lýkur, leggi ríkisstj. athuganir sínar fyrir Alþ., sem taki ákvörðun um, hvort Ísland gerist þátttakandi eða ekki.

N. er sammála um að leggja til, að till. verði samþ., en hefur ekki tekið afstöðu til þess, hvort Ísland skuli verða þátttakandi. Það liggur fyrst fyrir að gera það seinna. N. leggur til, að till. verði samþ. óbreytt.