06.09.1943
Neðri deild: 9. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 347 í B-deild Alþingistíðinda. (239)

30. mál, einkasala á tóbaki

Páll Zóphóníasson:

Míg langar til að gera eina litla brtt. við þetta frv. Eins og allir vita, hefur svo kallað blaðtóbak verið notað töluvert hér á landi sem lyf við ormaveiki í sauðfé með allgóðum árangri. En á síðari árum hefur ekki fengizt tóbak í þessu skyni nema undir sterku eftirliti og vottorðum frá hreppstjórum og sýslumönnum. Að vísu er það nú orðið svo, að flestir eða allir bændur nota tetraclorid-kolefni að haustinu til að hreinsa ormana úr fénu, og er því þörf tóbaksins orðin stórum minni en hún áður var. En þrátt fyrir það eru nú margir bændur, sem nota blaðtóbakið til inngjafar fé við ormum, þegar þeir síðla vetrar gera vart við sig í kind og kind. Þessir menn þurfa að geta fengið blaðtóbakið álagningarlaust.

Legg ég því til, að við 1. gr. bætist ákvæði um þetta. Það er nóg að þurfa að fara allar krókaleiðir með vottorð, þótt ekki sé lagt á 50%. Er till. mín, að 1. málsgr. 1. gr. orðist svo: „Tóbak til sauðfjárbaðanna og inngjafar sauðfjár við ormaveiki skal selja álagningarlaust.“ Legg ég till. fram skrifl. og óska, að hún fái afbrigði.