11.10.1943
Neðri deild: 30. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í C-deild Alþingistíðinda. (2434)

90. mál, búreikningaskrifstofa ríkisins

Pétur Ottesen:

Út af þessari skýringu, sem kom fram hjá hv. 1. flm. þessa frv., um, að afstaða hagstofustjóra gagnvart Guðm. Jónssyni væri önnur en afstaða Búnaðarfélagsins er nú, vildi ég taka það fram, að Guðm. Jónsson vinnur algerlega sjálfstætt að búreikningunum. Honum eru ekki settar neinar reglur, en Búnaðarfélagið notar aðstöðu sína til þess að greiða götu þess, að búreikningarnir fáist. Annars starfar hann alveg sjálfstætt, eins og t. d. hagstofustjóri gagnvart ríkisstjórninni. Guðm. Jónsson er forstjóri búreikningaskrifstofunnar. Samkv. frv. er ætlazt til að fela hagstofustjóra forstöðuna. Það er því alger misskilningur, að þótt Guðm. Jónsson kynni að starfa áfram að þessum málum, sem hann mundi ekki gera, að afstaða hans yrði sú sama og hún er nú, ef frv. yrði samþ.