11.12.1943
Efri deild: 64. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 420 í C-deild Alþingistíðinda. (2467)

94. mál, hafnarlög fyrir Siglufjarðarkaupstað

Frsm. (Gísli Jónsson):

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því, að málinu sé frestað eftir ósk hv. flm., en ég vil leiðrétta misskilning, sem kom fram hjá hv. 5. þm. Reykv., að breyt. séu víðtækari en rætt hafði verið um, því að þær voru allar ræddar. Flm. segist ekki hafa haft ástæður til að tala um breyt. við bæjarstjóra, en eins og ég tók fram, hefur n. rætt þær við hann. Þetta vildi ég aðeins leiðrétta, en ég hef ekkert á móti því, að málinu sé frestað.