06.10.1943
Sameinað þing: 17. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í D-deild Alþingistíðinda. (2550)

67. mál, vegagerð yfir Hellisheiði og Svínahraun

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil ekki láta ómótmælt þeirri fjarstæðu, sem hv. þm. Hafnf. hélt fram sem sönnun fyrir röngu máli hjá mér, að það væri sama teningsmetri í steypu og kvaðratmetri í vegi. Það þýðir ekki að halda slíku fram við þá, sem ofurlítið kunna að fara með tölur.

Út af ummælum hv. þm. um Barðastrandarsýslu vil ég biðja hann að kynna sér. hvað Alþ. leggur á Barðstrendinga í sköttum og hvað Barðstrendingar fá á móti miðað við aðrar sýslur. Og ég get fullyrt, að ég hef tölur mínar ekki frá lakari heimildum en hann.

Af hverju nefndi hv. þm. ekki Hafnarfjarðargötulagið? Vill hann reyna að hylja smánina, þar sem hann veit, að það er komin á aðra millj. kr. í þann vegarspotta?