02.11.1943
Sameinað þing: 25. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í D-deild Alþingistíðinda. (2631)

47. mál, greiðsla á skuldum ríkissjóðs

Frsm. meiri hl. (Jónas Jónsson):

Mér finnst ég verða að leiðbeina þessum lítið vitandi þm. um þau atriði, sem hann ætti þó að vita um sinn eigin flokk. Hann veit, þessi maður, að Kommúnistafl., sem var allstór í Noregi, hvarf algerlega, eins og þegar engill dauðans laust hermenn Senekaribas. En svo var þm. svo ógætinn að ætla að fara að bera þetta saman við afdrif Framsfl. á Íslandi. Virðast honum kosningaúrslitin í S.-M. og yfirleitt í sveitakjördæmunum haustið 1942 benda til þess, að Framsfl. sé að deyja? Þessi þm. ætti ekki að fást við að taka dæmi úr sögunni, en e.t.v. er norska dæmið honum hæfilegt minnisatriði.