22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í D-deild Alþingistíðinda. (2744)

106. mál, rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina

Garðar Þorsteinsson:

Ég vil benda á, að það kom fram í upphafi þessa þingfundar, að marga þm. vantaði í d. Þetta er mjög mikilvægt mál og einsdæmi, hvernig því er fram fylgt af sumum þm. Þó að flm. kalli það allra flokka mál, leggur hann mjög undarlegt kapp á að hespa það af án n. Ég skýt því til hæstv. forseta, að hann athugi, hvort eigi er full ástæða til að fresta afgreiðslunni og vísa málinu til nefndar.