22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í D-deild Alþingistíðinda. (2750)

106. mál, rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina

Flm. (Finnur Jónsson) :

Nákvæmni þeirra tveggja lögfræðinga, sem talað hafa í málinu, gengur úr hófi fram. Vitanlega er langt frá, að það sé sama að fyrirskipa rannsókn og að sakfella menn. Ég tel, að framkoma olíufélaganna sé algert einsdæmi, svo að hér sé skjótra aðgerða þörf, og sú framkoma er mjög önnur en hjá verzlunarstétt landsins yfirleitt. Ef Alþingi vill ekki láta sterkustu auðfélögin í landinu troða sig niður, er það skylda þess að taka í taumana. Málið hefur þegar dregizt of lengi. Ef nokkurt skap væri í Alþingi Íslendinga, hefði það átt að afgreiða þetta mál á einum degi og helzt með samhljóða atkvæðum.