24.11.1943
Neðri deild: 53. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í C-deild Alþingistíðinda. (2763)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Gunnar Thoroddsen:

Út af ummælum hv. 2. landsk. þm. um störfin í allshn., vil ég benda á, að þessi hv. þm. gerði ágreining um eignarnámsheimildarmálið í Nesi í Norðfirði. Samkv. því, sem bókað er í n., klofnaði hún fyrir 8 dögum, en enn sést ekkert álit frá þessum hv. þm. Hvers vegna leyfir hann sér þá að kvarta? Skal ég svo ekki fara frekar út í það.

Það er fjarstæða hjá hv. 8. þm. Reykv. (SigfS), að hér sé haldið uppi varnarbaráttu fyrir olíufélögin. Það er raunar eðlilegt, að hann frá sínu ofsóknarsjónarmiði kalli það varnarbaráttu, og það sýnir fullkomna vanþekkingu á grundvallaratriðum þessa máls, þegar hann tekur rannsókn á mjólkursamsöluna til samanburðar. Þar er bara um svipað vald að ræða og viðskiptaráð hefur nú. Hitt er um að fyrirskipa sakamálsrannsókn.

Þingmenn 62. þings