11.12.1943
Efri deild: 64. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 505 í C-deild Alþingistíðinda. (2839)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég sé, að hér er 3. mál á dagskrá frv. til l. um breyt. á l. um tekju- og eignarskatt. Frv. þetta var afgr. frá hv. Nd. í gær og þá með ýmsum flóknum brtt. Þótt það sé nú komið nokkuð í samfellda heild, þá hef ég ekki enn haft tíma til að kynna mér það til hlítar, síðan það var afgreitt. En þar sem frv. þetta gerir ráð fyrir miklum breyt. á skattal., sem ég álít ekki heppilegar og vildi gjarnan fá svigrúm til að athuga og ræða síðan, þá óska ég eftir því við hæstv. forseta þessarar d., að hann taki þetta mál ekki til umr. í dag.