15.12.1943
Efri deild: 67. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í C-deild Alþingistíðinda. (2855)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Brynjólfur Bjarnason:

Ég tók eftir því, að Sjálfstfl. synjaði um afbrigði fyrir þetta mál, en ég lít svo á, að það sé ekki gert til að hindra framgang þess, heldur sé ástæðan sú, að minni hl. fjhn. hefur ekki enn þá skilað áliti. Nú hefur verið haft á orði að slíta þingi fyrir helgi, og er því ljóst, að málið nær ekki fram að ganga, nema því sé hraðað og afbrigði veitt. Vil ég því spyrja hæstv. forseta, hvort ekki muni vera hægt að taka málið á dagskrá á fyrsta fundi á morgun. Væri æskilegt að fá að vita, hvort nokkuð er því til fyrirstöðu, að málið fái að ganga sinn gang.