19.11.1943
Sameinað þing: 33. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í D-deild Alþingistíðinda. (2859)

79. mál, friðun Faxaflóa

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haldið um þetta mál fundi og rætt málið ýtarlega. Hún sendi þetta erindi til sjútvn. beggja d. og fékk aðeins svar frá sjútvn. hv. Ed., sem mælti með því, að till. yrði samþ. Frá sjútvn. hv. Nd. kom aldrei neitt svar. Og með því að allshn. vildi ekki tefja málið, afgreiddi hún það án þess að fá umsögn þeirrar hv. n. um málið. Allshn. var sammála um það, að hér væri ekki í raun og veru um annað að ræða en endurtekning á tjáningu vilja fyrrverandi þinga um þetta mál. Það hefur óslitið verið vilji Alþ. á undanförnum árum, þegar um þetta mál hefur verið fjallað, að nauðsyn væri á að vinna sem mest að því að friða Faxaflóa. Og þess vegna leggur fjhn. til, að þáltill. á þskj. 106 verði samþ.