22.11.1943
Neðri deild: 51. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í D-deild Alþingistíðinda. (2969)

155. mál, starfsmannaskrá ríkisins

Flm. (Skúli Guðmundsson):

Þessi till. fjallar um að fela ríkisstj. að birta starfsmannaskrá ríkisins á ári hverju með fjárlagafrv. Sá háttur var upp tekinn árið 1936, að starfsmannaskrá var látin fylgja fjárlfrv., og var tilgreindur fjöldi starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana og yfirlit um launagreiðslur til þeirra. Hélzt þetta til ársins 1939, en hefur ekki verið gert síðan. Ég verð að telja, að það sé mjög hentugt fyrir hv. þm., þegar þeir fjalla um fjárlagafrv., að hafa slíkt yfirlit um launagreiðslur, og enn fremur er gott að hafa þetta með fjárl. til samanburðar við ríkisreikningana yfir ríkisstofnanir eftir ár hvert.

Mér finnst ekki ástæða að vísa till. til n., þar sem um svo einfalt mál er að ræða, en ef hins vegar kemur fram ósk um að fresta málinu og vísa því til n., mun ég ekki setja mig á móti því. Ég óska því, að till. verði samþ. og afgr. til ríkisstjórnarinnar.