21.04.1943
Sameinað þing: 7. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í D-deild Alþingistíðinda. (3015)

13. mál, virkjun Fljótaár

Forseti (GSv) :

Eins og þessi hv. þm. veit, hef ég í dag orðið að neita að taka þessa þáltill. á dagskrá. Það er vitað, að þetta er þrætumál, og þegar upplýst, að orðið hefði nokkurt málþóf um þetta. Auk þess hafa verið ákveðnar um það tvær umr., og þarf því að taka það fyrir á tveimur fundum. Nú er það og vitað, hve stuttur tími er eftir, og forseti getur því ekki ætlað þeim málum rúm á dagskrá, sem vitað er, að muni verða umr. um. En ég get bent hv. þm. á það, að það að fá þessa þáltill. samþ. mun ekki koma að meira gagni en ef meiri hluti þm. sendi áskorun til ríkisstj. um þetta mál, því að þessi þáltill. er aðeins áskorun til ríkisstj. um að fylgja fram l., sem hún hefur ekki talið ákveðna skipun. Ég hugsa því, að það komi að alveg sama gagni, þótt fylgi Alþ. við þetta mál komi fram í einhverju öðru formi en með þessari þáltill. Með þessum forsendum verð ég að neita að taka þessa till. á dagskrá, og ég vona, að hv. þm. skilji þetta og taki það sem góða og gilda afsökun.