13.12.1943
Neðri deild: 63. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í C-deild Alþingistíðinda. (3111)

42. mál, dýrtíðarráðstafanir

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess, að ég hef óskað eftir því að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar, að hæstv. forseti héldi fram atkvgr. í þessari hv. d. um það, hvort d. vildi taka málið fyrir í þessar þrjár víkur, síðan það var hér í hv. d. Þá vildi hann það ekki. Nú telur hann rétt að láta d. ráða, hvort málið sé tekið fyrir. Hér er því ranglega haldið á forsetavaldi.