16.12.1943
Neðri deild: 65. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í C-deild Alþingistíðinda. (3115)

42. mál, dýrtíðarráðstafanir

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Ég vildi leyfa mér að spyrja hæstv. forseta að því, hvað því valdi, að enn er ekki tekið á dagskrá frv. til l. um breyt. á l. um dýrtíðarráðstafanir. Þetta frv. er komið hér til 3. umr., og svo virðist sem fyrir hendi hafi verið vilji meiri hl. þings fyrir að samþ. það. En hæstv. forseti hefur hvað eftir annað dregið málið til baka, hvað eftir annað verið spurður, hvað því valdi, og oftar en einu sinni lýst því yfir, að nú mundi hann taka málið á dagskrá. Ég vildi því spyrja hæstv. forseta, hvort hann sæi sér ekki fært að taka þetta mál á dagskrá á þessum fundi eða setja annan fund að honum loknum og taka málið þá á dagskrá, til þess að það fái þinglega afgreiðslu. Og því fremur vil ég að þessu spyrja, þar sem ég sé, að hér á þskj. 191 er komin þáltill., sem mjög snertir efni þessa frv. Það eru ákaflega undarlegir stjórnarhættir, ef hæstv. Alþ. nú, þegar svo er komið sem komið er, léti þetta mál sofna, sem ekki er annað vitað um en þrír flokkar hafi staðið um til þessa, en samþykki í stað þess þáltill., sem gengur gersamlega í aðra átt heldur en frumvarpið.