28.10.1943
Efri deild: 41. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 639 í C-deild Alþingistíðinda. (3131)

123. mál, náttúrurannsóknir

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Mér finnst eðlilegast, að n. fái þetta mál til meðferðar, og vil ég leggja til, að því verði vísað til allshn. eða menntmn. Mér finnst eðlilegt og sjálfsagt, að allir flokkar fái fulltrúa í rannsóknaráðið, og furðar mig á afstöðu hv. 5. þm. Reykv. og að hann skuli ekki geta unnt Alþfl. sama réttar og öðrum flokkum.

En ég er alveg sammála 5. þm. Reykv., að athuga beri, hvort ekki sé heppilegra, að ýmsar vísindastofnanir hafi meiri áhrif á störf rannsóknaráðsins en verið hefur, og ætti n. sú, er fjallar um þetta mál, að taka þetta til athugunar.

(Eyða í handriti) . . . svo að ég mun vera —eins og svo oft áður — ósammála báðum, þar sem mér virðist skoðanir þeirra vera nokkuð langt til beggja handa, og ég vona, að þeir taki báðir í þá útréttu friðarhendi, sem ég rétti, til þess að unnt verði að ná heppilegustu lausninni í þessu litla máli, sem hér liggur fyrir.