28.10.1943
Efri deild: 41. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í C-deild Alþingistíðinda. (3138)

123. mál, náttúrurannsóknir

Bjarni Benediktsson:

Ef ekki vakti annað fyrir sósíalistum en að knýja þingið til að taka skipun þessara mála fyrir frá grunni, þá er aðferð þeirra einkennileg, því að ef sósíalistar hefðu neitað að skipa mann í ráðið, væri ekki hægt að framkvæma l. eins og þau liggja fyrir, og hefði þ. þá verið neytt til að finna nýja skipun.